Guðmundur: Hefði átt að draga aftur

Guðmundur Þ. Guðmundsson
Guðmundur Þ. Guðmundsson mbl.is/Golli

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, er óánægður með hvernig Alþjóða handknattleikssambandið stóð að því að bæta nýjum liðum í lokakeppni HM í Katar.

Fyrst komu Þjóðverjar í stað Ástralíu og fóru í D-riðil með Dönum, og síðan komu Íslendingar í stað Sameinuðu arabísku  furstadæmanna í C-riðli, en lið úr þessum tveimur riðlum mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.

„Þegar þetta  bætist við tilkomu Þjóðverja í stað Ástrala þýða þessar æfingar allar að nú er annar helmingur heimsmeistaramótsins mikið sterkari en hinn. Allt þetta mál er handboltaíþróttinni til lítils sóma. En frá sjónarhóli danska liðsins er lítið annað sem við getum gert en að mæta til leiks og spila við liðin í okkar riðli.

Sjálfur hefði ég hiklaust mælt með því að eftir allar þessar breytingar hefði IHF látið draga í riðlana upp á nýtt," sagði Guðmundur í fréttatilkynningu frá danska handknattleikssambandinu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert