Í eldlínunni og þar af leiðandi í góðu formi

Aron Kristjánsson þjálfari KIF Kolding.
Aron Kristjánsson þjálfari KIF Kolding. mbl.is/Eva Björk

„Það hefur gengið afar vel hjá okkur og sem dæmi má nefna að við höfum ekki tapað leik í deildinni síðan 7. apríl.“

Þetta segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, um frábært gengi danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn, sem hann þjálfar samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari.

KIF, sem er ríkjandi meistari og bikarmeistari, hefur unnið tólf leiki og gert eitt jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu, er komið í undanúrslit í bikarkeppninni og hefur auk þess unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli, við Barcelona, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem KIF deilir efsta sæti síns riðils með stórliðinu frá Katalóníu. M.a. skellti KIF Evrópumeisturum Flensburg á heimavelli fyrir skömmu með 14 marka mun.

Sjá viðtal við Aron í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert