„Ísland augljóslega erfiðari mótherji“

Al Sadd Multipurpose höllin í Katar þar sem Íslendingar og …
Al Sadd Multipurpose höllin í Katar þar sem Íslendingar og Svíar mætast þann 16. janúar. AFP

Ola Lindgren landsliðsþjálfari Svía í handknattleik segir ljóst að Svía bíður mun erfiðari mótherji á HM í Katar í janúar en í gærkvöld varð það ljóst að Ísland spilar á HM og tekur sæti Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

„Það er augljóst að Ísland er erfiðari mótherji en Sameinuðu arabísku furstadæmin,“ segir Lindgren í viðtali við Aftonbladet en Ísland leikur í C-riðlinum ásamt Svíþjóð, Frakklandi, Alsír, Tékklandi og Egyptalandi.

Ísland og Svíþjóð mætast í fyrsta leiknum í riðlinum hinn 16. janúar en viku áður mætast þjóðirnar á fjögurra þjóða móti í Kristianstad.

„Leikurinn verður spilaður og við sjáum til hvernig við tökum á þeim leik,“ segir Lindgren

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert