Atli enn taplaus með Akureyri

Ari Pétursson reynir skot að marki Akureyrar í Garðabænum í …
Ari Pétursson reynir skot að marki Akureyrar í Garðabænum í dag. mbl.is/Golli

Stjarnan og Akureyri gerðu 24:24 jafnteli í TM höllinni í Garðabæ í Olís deild karla í handknattleik í dag. Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar er því enn taplaus eftir fjóra leiki með liðið. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Staðan var 12:11 í hálfleik fyrir heimamenn en Akureyringar jöfnuðu og höfðu undirtökin en lokamínúturnar voru æsispennandi og þegar síðasta aukakastið var tekið voru aðeins þrír útleikmenn Stjörnunnar eftir, þvílík var baráttan. 

Egill Magnússon gerði 9 mörk fyrir Stjörnuna og átti flottan leik en hjá Akureyringum var Elías Már Halldórsson markahæstur með 6 mörk. Tomas Olason átti flottan leik í marki norðanmanna.

Staða liðanna breyttist lítt við þessi úrslit því Akureyri er sem fyrr í 5. sæti og Stjarnan í því áttunda.

Lið Stjörnunnar: Sigurður Ólafsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Hilmar Pálsson, Víglundur Þórsson, Gunnar Harðarsson, Þórir Ólafsson, Sverrir Eyjólfsson, Ari Pétursson, Eyþór Magnússon, Hrannar Eyjólfsson, Egill Magnússon, Ari Þorgeirsson, Starri Friðriksson, Hjálmtýr Alfreðsson.

Lið Akureyrar: Tomas Olason, Bjarki Símonarson, Andri Snær Stefánsson, Halldór Logi Árnason, Elías Már Halldórsson, Þrándur Gíslason, Sverre Jakobsson, Bergvin Gíslason, Kristján Jóhansson, Sigþór Heimisson, Heiðar Aðalsteinsson, Daníel Örn Einarsson, Ingimundur Ingimundarson.

Stjarnan 24:24 Akureyri opna loka
60. mín. Ari Pétursson (Stjarnan) fékk 2 mínútur Allt á suðupuntki gróft brot en bara tvær mínútur. þrjár sekúndur eftir eða rúmlega það
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert