Agaleysi og skelfilegar ákvarðanir

Gunnar Magnússon þjálfari Eyjamanna kvaðst vera afar vonsvikinn yfir fjórða tapleiknum í röð í Olís-deild karla þegar hans menn köstuðu frá sér sigri og töpuðu, 25:26, fyrir Fram á heimavelli í kvöld.

Gunnar sagði við mbl.is að agaleysi og skelfilegar ákvarðanir á lokakafla leiksins hefðu gert útslagið. Það  væri virkilega svekkjandi að fá ekkert útúr leiknum eftir að hafa verið yfir allan tímann og fengið ótal færi til að hrista Framara af sér.

Hann vildi ekki  taka undir að það væri krísa í gangi hjá Íslandsmeisturunum en sagði þá hundfúla með stöðu mála. „Við teljum okkur vera  betri en þetta og nú er ekkert annað að gera en að spýta í lófana og snúa bökum saman," sagði Gunnar en viðtalið í heild má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert