Missti bragðskynið og jafnvægið

Ragnheiður Júlíusdóttir reynir skot í leiknum gegn Val, þeim síðasta …
Ragnheiður Júlíusdóttir reynir skot í leiknum gegn Val, þeim síðasta sem hún spilaði í bili. mbl.is/Golli

Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskyttan unga í handknattleiksliði Fram, hefur ekki getað spilað með liðinu síðan í leik gegn Val í Olís-deildinni þann 6. nóvember vegna bólgna í heila.

Ragnheiður sagði frá þessu í fréttum RÚV í gær en hún er nú komin í langt frí frá Olís-deildinni líkt og aðrir leikmenn vegna landsleikjahlés og jólafrís.

„Eftir Valsleikinn fór ég að missa stjórn á fínum hreyfingum með vinstri hendi. Seinna meir missti ég bragðskynið og jafnvægið, og fór þá strax í rannsóknir og myndatöku. Þá komu í ljós bólgur í heilanum, við litla heila, og líklega um vírus að ræða. Ég fór strax í sterameðferð sem lagaði einkennin og þau eru öll farin, fyrir utan smástjórnleysi í hendinni,“ sagði Ragnheiður við RÚV. Hún gæti því verið orðin klár í slaginn þegar deildabikarinn fer fram á milli jóla og nýárs.

„Mér líður vel núna. Ég get labbað og borðað og er bara á batavegi,“ sagði Ragnheiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert