Þetta verður dauðans barátta

Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram sagði við mbl.is eftir sigurinn á ÍBV í Eyjum í kvöld, 26:25, í Olís-deild karla í handknattleik að hann væri geysilega stoltur af sínum strákum.

Hann sagði að þeir hefðu mætt erfiðustu vörn landsins í kvöld en hefðu lagt upp með að vera skynsamir og spila sig í góð færi. Aðspurður um hvað gerðist á lokakafla leiksins þegar Fram gerði þrjú síðustu mörkn og tryggði sér sigurinn sagði Guðlaugur að varnarleikurinn hefði verið betri á þeim kafla, Kristófer hefði varið á mikilvægum augnablikum, og fyrir vikið hafi liðið fengið ódýr mörk úr hraðaupphlaupum.

„Þetta verður dauðans barátta um stig," sagði Guðlaugur um framhaldið hjá liðinu en viðtalið í heild má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert