Útlit fyrir langt ferðalag hjá Fram

Hekla Rún Ámundsdóttir og samherjar í Fram eru í 16-liða …
Hekla Rún Ámundsdóttir og samherjar í Fram eru í 16-liða úrslitum. mbl.is/Golli

Á morgun kemur í ljós hverjir mótherjar Framkvenna verða í 16-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik en dregið er til þeirra í Vínarborg.

Fram er í neðri styrkleikaflokknum og mætir því einu af átta sterkari liðunum sem eftir eru í keppninni. Sex þeirra eru úr Austur-Evrópu en tvö frá Frakklandi og því eru miklar líkur á því að Framkonur eigi langt ferðalag fyrir höndum.

Mótherjarnir átta sem til greina koma eru eftirtaldir:

Sokol Poruba, Tékklandi
HAC Handball, Frakklandi
Union Mios, Frakklandi
Pogon Szezecin, Póllandi
Naisa Nis, Serbíu
Ardesen, Tyrklandi
Galytchanka, Úkraínu
Knjaz Milos, Serbíu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert