Fjölnismenn halda sínu striki

Arnar Gunnarsson náði góðum árangri með Selfoss. Hann er nú …
Arnar Gunnarsson náði góðum árangri með Selfoss. Hann er nú á góðri siglingu með Fjölnismenn í 1. deildinni í handknattleik. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölnir er á góðri siglingu í 1. deild karla undir stjórn Arnars Gunnarssonar. Liðið er í þriðja sæti með 14 stig eftir 10 leiki en í kvöld unnu Fjölnismenn Þrótt í íþróttamiðstöðinni Í Grafarvogi, 35:19. Fjölnir er þar með aðeins fjórum stigum á eftir toppliðunum Gróttu og Víkingi. 

Fjölnir byrjaði leikinn í kvöld örlítið betur, en jafnt var á með liðunum fyrstu 18 mínúturnar eða allt til staðan var,  5:4. Þá skoraði Fjölnir sex mörk á móti einu og breytti stöðunni í 11:5. Staðan í hálfleik var 14:8 fyrir Fjölni. Aftur var jafnræði með liðunum í markaskorun framan af síðari hálfleik, en í stöðunni 23-16 skipti Fjölnir um gír og skoraði níu mörk í röð og tryggði sér 16 marka sigur.

IF Mílan vann ÍH, 25:22, í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í kvöld og hafði um leið sætaskipti við ÍH. Mílumenn komust upp í sjöunda sæti með sigrinum. Þeir hafa fimm stig en ÍH er með fjögur í næst neðsta sæti. Mílan var marki yfir í hálfleik, 11:10.

Fjölnir - Þróttur 35:19 (14:8)

Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 8, Bergur Snorrason 5, Bjarki Lárusson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 4, Brynjar Loftsson 4, Breki Dagsson 3, Hlynur Már Guðmundsson 3, Bjarni Ólafsson 2, Sveinn Þorgeirsson 1, Unnar Arnarsson 1. 
Mörk Þróttar: Viktor Jóhannsson 4, Kristmann Dagsson 3, Eyþór Snæland Jónsson 2, Hallur Sigurðsson 2, Hákon Gröndal 2, Leifur Óskarsson 2, Logi Ágústsson 1, Ólafur Guðni Eiríksson 1, Sigurbjörn Edvardsson 1, Sigurður Magnússon 1. 

ÍF Mílan - ÍH 25:22 (11:10)

Mörk ÍF Mílunnar: Atli Kristinsson 6, Eyþór Jónsson 3, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 3, Ívar Grétarsson 3, Ársæll Einar Ársælsson 2, Guðmundur Garðar Sigfússon 2, Viðar Ingólfsson 2, Ketill Heiðar Hauksson 1, Magnús Már Magnússon 1, Róbert Daði Heimisson 1, Sævar Þór Gíslason 1. 
Mörk ÍH: Bergur Elí Rúnarsson 7, Guðni Siemsen Guðmundsson 7, Ólafur Fannar Heimisson 3, Þorgeir Björnsson 3, Ásgeir Jóhannes Gunnarsson 1, Oliver Jóhannsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert