B-landslið er mikilvægt

Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson mbl.is/Ómar

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, og HSÍ hafa fyrir löngu skipulagt mikla dagskrá fyrir landsliðið í janúar. Þær áætlanir tóku ekki mið af þeirri óvæntu niðurstöðu frá síðastliðnum föstudegi að Ísland fengi sæti á HM í Katar.

Því er sú einkennilega staða til að mynda komin upp að Ísland mætir Svíþjóð á æfingamóti í Danmörku 9. janúar, og á svo fyrsta leik gegn Svíum í C-riðli á HM viku síðar. Þá er Ísland skráð á æfingamót í Noregi helgina 16.-18. janúar, á sama tíma og fyrstu tveir leikir liðsins á HM fara fram.

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir ekki ljóst hvort Ísland tekur þátt í mótinu í Noregi, en það yrði þá vitaskuld gert með því að senda B-lið til leiks, skipað leikmönnum sem ekki fara til Katar.

„Það er verið að vinna úr því hvað gert verður varðandi þetta mót í Noregi. Ég hef sagt það frá því að ég tók við landsliðinu að það sé mikilvægt að við séum með B-landslið til að undirbúa næstu kynslóð eins vel og hægt er. Það sem stoppar okkur er fjárhagshliðin. Núna er verið að skoða hvort hægt sé að taka þetta mót, og svo er önnur hlið á þessu sú hvort Norðmenn myndu sætta sig við það að fá B-lið frá okkur,“ sagði Aron, en ekki er ljóst hver kæmi til með að stýra B-liðinu ef til þess kæmi.

Nánar er rætt við Aron í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert