Kiel heldur sínu striki

Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason AFP

Þýska meistaraliðið Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, heldur sínu striki í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Í kvöld vann Kiel sjö marka sigur á RK Zagreb á heimavelli, 34:27, í A-riðli Meistaradeildar. Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla.

Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16, en leikmenn Kiel réðu lögum og lofum í síðari hálfleik og unnu eins og áður sagði afar örugglega og náði þar með að ná fram hefndum fyrir tap í fyrri leik liðanna. 

Kiel er efst í A-riðli með 12 stig þegar sjö leikjum af átta er lokið. PSG er í öðru sæti með átta stig eftir sex leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert