Níu leikmenn ítalska liðsins hjá sama félagsliði

Ágúst Þór Jóhannsson
Ágúst Þór Jóhannsson mblþis/Eggert Jóhannesson

Ljóst virðist að íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir vel samæfðu liði Ítala annað kvöld í forkeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna.

Níu af sextán leikmönnum ítalska landsliðsins leika með  Esercito-FIGH Futura Roma. Þar á meðal er Cristina Gheorghe sem ekki fyrir löngu fékk ítalskan ríkisborgararétt. Gheorghe, sem er fædd í Rúmeníu, fór á kostum með ítalska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það vann Makedóníu í tvígang í forkeppninni en liðin þrjú eru saman í riðli. Sigurlið riðilsins kemst í umspilsleiki næsta vor um sæti á HM sem haldið verður í Danmörku eftir ár.

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari, kom með íslenska landsliðið til Chieti á Ítalíu í gærkvöldi en þar mun leikurinn fara fram annað kvöld. Góður áhugi er fyrir kvennahandbolta á Ítalíu um þessar mundir og til að mynda voru 2.000 áhorfendur á viðureing Ítalíu og Makedóníu í fyrri mánuði. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert