Íslendingar umsvifamiklir í sigurleikjum

Atli Ævar Ingólfsson
Atli Ævar Ingólfsson Ljósmynd/guif.nu

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur hjá Guif í gærkvöldi þegar liðð vann Alingsås, 29:22, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Aron Rafn Eðvarðsson lék að vanda í marki Guif sem komst upp í fjórða sæti úrvalsdeildar með sigrinum. Guif er nú aðeins fjórum stigum á eftir efsta liðinu, Kristianstad.

Einar Rafn Eiðsson og samherjar í Nötteröy unnu óvæntan sigur á Fyllingen Bergen, 37:26, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Einar Rafn var markahæstur hjá Nötteröy með sjö mörk. Gísli Jón Þórisson skoraði einu sinni fyrir sama lið.

Þrátt fyrir tapið rekur Nötteröy enn lestina í deildinni með sex stig eftir 11 leiki. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert