Miklar framfarir á Ítalíu

Ágúst Þór Jóhannsson
Ágúst Þór Jóhannsson Morgunblaðið/Golli

Kvennalandsliðið í handbolta leikur í kvöld mikilvægan leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015 þegar liðið mætir Ítalíu í Chieti. Þjóðirnar eru í riðli með Makedóníu en liðið sem vinnur riðilinn kemst í tveggja leikja umspil í júní um laust sæti í lokakeppninni í Danmörku.

„Við erum við bestu aðstæður. Hótelið er virkilega fínt og maturinn til fyrirmyndar. Hér er ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Íslenska liðið hafði þá tekið morgunæfingu á keppnisstaðnum. Höllin er gömul og tekur að sögn Ágústs um 700 - 800 áhorfendur í sæti.

Ekki er annað að heyra en íslensku landsliðskonurnar séu allar tilbúnar í átökin. „Þær æfðu allar í morgun og virðast vera í fínu standi. Við funduðum fyrir æfinguna og tókum sóknarleikinn aðeins fyrir. Seinni partinn í dag förum við yfir varnarleikinn og fundum aftur. Í fyrramálið verður létt æfing og upprifjun. Ég vonast þá til þess að liðið verði orðið klárt í slaginn en við æfðum einnig tvívegis í Danmörku sem var virkilega gott. Við eigum því að vera nokkuð vel undirbúin,“ sagði Ágúst ennfremur í gær.

Nánar er rætt við Ágúst um leikinn við Ítalíu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert