Róbert með og PSG í annað sæti

Róbert Gunnarsson í hörðum slag á línunni kappleik með PSG.
Róbert Gunnarsson í hörðum slag á línunni kappleik með PSG. AFP

Stjörnum prýtt stórlið PSG komst í kvöld upp í annað sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar liðið vann Créteil, 29:21, á útivelli. PSG  er þar með fjórum stigum á eftir Montpellier sem situr á toppnum með 20 stig að loknum 11 umferðum. Arnór Atlason og samherjar í Saint Raphael féllu niður um eitt sæti, í þriðja, með 15 stig. 

Róbert Gunnarsson skoraði tvö af mörkum PSG í leiknum en Daninn Mikkel Hansen var markahæstur með sjö mörk. William Accambray kom næstur með fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert