Skellur hjá Þóri og lærimeyjum

Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins.
Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins. AFP

Norska landsliðið í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, fór illa af stað á fjögurra landa móti í Larvik í Noregi í kvöld. Norska liðið varð að játa sig sigrað gegn danska landsliðinu, 24:21. 

Danir voru sterkari í leiknum frá upphafi til enda og voru m.a. með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:8. Norska landsliðinu tókst að saxa á forskotið í síðari hálfleik en ekki að jafna metin.

Í hinum leik mótsins vann Frakkland lið Serbíu, 22:18.

Mótinu verður framhaldið á morgun þegar Frakkar og Norðmenn leiða saman hesta sína og Danir og Serbar. Öll liðin búa sig af kappi undir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert