Virkilega fúlt hér á heimavelli

„Þetta er virkilega fúlt hérna á heimavelli. Við ætluðum að gera betur en við gerðum en við lentum á virkilega grimmu Framliði sem vann að lokum sanngjarnan sigur, “ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar svekktur eftir 27:25 tap gegn Fram á heimavelli í Olís-deild karla í handknattleik.

Um er að ræða annað tap Aftureldingar á heimavelli í haust en hitt tapið kom gegn botnliði HK. Framliðið var í næstneðsta sæti fyrir leikinn í kvöld og Einar krefst þess að menn geri betur á sínum eigin heimavelli.

„Fram hefur mjög gott lið og vann mjög góðan sigur á ÍBV. Samt sem áður viljum við skila sigrum á heimavelli. Við þurfum að skoða þennan leik og ég þarf að tala við strákana á morgun og fá svör við því hvað fór úrskeiðis. Hvort sem það var andlega hliðin eða eitthvað skipulag,“ sagði Einar Andri en nánar er rætt við hann í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert