Florentina fór hamförum

Florentina Stanciu fór á kostum með íslenska landsliðinu gegn Ítölum.
Florentina Stanciu fór á kostum með íslenska landsliðinu gegn Ítölum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ákveðinn og góður varnarleikur og stórbrotin frammistaða Florentínu Stanciu í markinu, sem varði 25 skot, lögðu öðru fremur grunn að níu marka sigri á ítalska landsliðinu, 26:17, í fyrri viðureign Íslands og Ítalíu í forkeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Chieti á Ítalíu síðdegis í gær. Staðan í hálfleik var 13:8, Íslandi í vil.

Eftir að Ítalía vann Makedóníu í tvígang fremur óvænt í síðasta mánuði í riðlakeppni forkeppninnar var búist við erfiðum leik í Chieti. Í ljósi þessa var undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir leikinn í gær. Segja má að hann hafi tekist afar vel eins og úrslitin bera vott um.

Íslenska landsliðið kom afar einbeitt til leiks og tók strax yfirhöndina, 5:3, þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Upp úr miðjum hálfleik var forskotið orðið fjögur mörk og allt til loka fyrri hálfleiks gaf íslenska landsliðið ekki þumlung eftir. Varnarleikurinn var frábær. Liðið lék 6/0-vörn í grunninn en bakverðirnir komu engu að síður vel út á móti sterkum skyttum ítalska liðsins sitthvorumegin við leikstjórnandann. Þannig tókst að halda skyttunum í skefjum. Að baki vörninni varði Florentina allt hvað af tók. Í framhaldinu buldi hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru á ítalska markinu.

Nánar er fjallað um sigur Íslands á Ítalíu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert