Katalónar hrífast af íslenska glókollinum

Höllin glæsilega í Barcelona og Guðjón Valur Sigurðsson á vítalínunni …
Höllin glæsilega í Barcelona og Guðjón Valur Sigurðsson á vítalínunni gegn Flensburg. mbl.is/Kristján Jónsson

Landsliðsfyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er byrjaður að hrella markverði á Spáni og dregur hvergi af sér. Guðjón gekk í raðir Barcelona í sumar og virðist hafa verið fljótur að stimpla sig inn í liðið sem þó er yfirgengilega vel mannað á þessu keppnistímabili.

Guðjón er aðeins þriðji Íslendingurinn sem spilar fyrir katalónska íþróttastórveldið. Viggó Sigurðsson ruddi brautina árið 1979 og varð spænskur meistari í handbolta árið 1980. Þá var Eiður Smári Guðjohnsen í þrjú ár hjá Barcelona og varð þrefaldur meistari í fótbolta með liðinu árið 2009.

Morgunblaðið skellti sér á leik með Guðjóni í Meistaradeild Evrópu síðasta sunnudagskvöld, þegar liðið tók á móti þýska stórliðinu Flensburg Handewitt.

Handboltalið Barcelona spilar heimaleiki sína í næsta húsi við knattspyrnuleikvanginn þekkta Camp Nou. Höllin heitir Palau Blaugrana og tekur 7.500 manns í sæti en þar leikur körfuboltaliðið einnig heimaleiki sína. Félagið sinnir ekki boltagreinunum með hangandi hendi því liðin þrjú eru öll í fremstu röð í Evrópu. Utan á höllinni má sjá mannhæðarháa mynd af Guðjóni, einmitt við innganginn þar sem blaðamaður fór inn í bygginguna. Þótti mér það traustvekjandi aðkoma að mannvirkinu.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert