Danir úr leik á EM í handbolta

Kristina Kristiansen og samherjar hennar í danska liðinu lentu í …
Kristina Kristiansen og samherjar hennar í danska liðinu lentu í klóm Spánverja í dag. AFP

Möguleikar Dana á því að leika um verðlaun á EM kvenna í handbolta eru úr sögunni eftir að liðið tapaði í kvöld fyrir Spáni 29:22 í Ungverjalandi.

Spánn skellti sér þar með upp í 2. sætið í milliriðli I sem lýkur í kvöld en Noregur hefur þegar tryggt sér efsta sætið. Síðasti leikur milliriðilsins er í kvöld á milli Ungverjalands og Noregs en Ungverjar geta náð í jafn mörg stig og Spánn, takist liðinu að vinna Noreg.

Í milliriðli II tókst ríkjandi meisturum frá Svartfjallalandi að vinna Svíþjóð í dag og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Svartfjallaland er með átta stig, Svíþjóð sjö en Holland og Frakkland eru með 5 stig. Þær þjóðir mætast einmitt í síðasta leiknum í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert