Fimm Íslendingalið áfram í bikarnum

Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvívegis fyrir Gummersbach í kvöld.
Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvívegis fyrir Gummersbach í kvöld. mbls.i/Eva Björk Ægisdóttir

Fimm Íslendingalið eru komin áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik, Kiel, RN Löwen, Gummersbach, Magdeburg og Füchse Berlín. 

Kiel vann Lübecke 30:29 en Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel í kvöld. Löwen vann Wilhelmshavener á útivelli 31:27. Gummersbach vann útisigur á Burgdorf 31:30 og Magdeburg vann Eisenach einnig með eins marks mun á útivelli 28:27.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach en Rúnar Kárason skoraði ekki fyrir Burgdorf.

Bjarki Már Elísson og Hannes Jón Jónsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Eisenach en það dugði ekki gegn lærisveinum Geir Sveinssonar í Magdeburg.

Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Löwen og Stefán Rafn Sigurmannsson 1.

Uppfært: Füchse Berlín er fimmta Íslendingaliðið sem leikur í átta liða úrslitunum en liðið vann Erlangen 27:23 á útivelli en liðið leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar. Sigurbergur Sveinsson skoraði þrjú mörk fyrir Erlangen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert