Þórir mætir Svíum í undanúrslitum

Þórir Hergeirsson segir sínum konum til á EM.
Þórir Hergeirsson segir sínum konum til á EM. AFP

Svíþjóð verður andstæðingur Þóris Hergeirssonar og norsku landsliðskvennanna í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik.

Svíþjóð náði öðru sætinu í milliriðli II þrátt fyrir að liðið hafi fengið jafn mörg stig og Frakkland sem vann Holland í lokaleik milliriðilsins. Markatala sænska liðsins er betri auk þess sem Svíþjóð vann Frakkland í milliriðlinum.

Ríkjandi meistarar frá Svartfjallalandi mæta þá Spáni sem vann Danmörku í dag. Spánn er einnig með jafn mörg stig og liðið í þriðja sæti í milliriðli I, rétt eins og Svíar, en eru með betri markatölu en heimaliðið Ungverjaland. Ungverjar unnu Norðmenn í lokaleiknum með fjögurra marka  mun en það dugði ekki til. Spánn vann Ungverjaland með eins marks mun í riðlakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert