Búnir að gleyma þessu í febrúar

Óskar Bjarni Óskarsson og Jón Kristjánsson þjálfa Val.
Óskar Bjarni Óskarsson og Jón Kristjánsson þjálfa Val. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Kristjánsson, annar þjálfara Vals, sagði eftir tapið gegn ÍBV í Eyjum í kvöld, 26:19, að hann hefði engar áhyggjur af því að hans menn myndu láta það trufla undirbúning sinn fyrir seinni hluta Íslandsmótsins.

„Menn verða búnir að gleyma þessum leik þegar við byrjum aftur í febrúar," sagði Jón við mbl.is.

Hann var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld og sagði að sóknarleikurinn hefði gengið illa  gegn vörn ÍBV sem hefði náð að  trufla spil liðsins mikið. Valsmenn hefðu vitað hvers konar vörn þeir myndu glíma  við en hefðu ekki náð að ráða við hana.

Þá sagði Jón að dómgæslan hefði verið undanleg, eins og stundum á þessum stað, og þeir Valsmenn hefðu látið hana setja sig úr jafnvægi.

Viðtalið í heild má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert