ÍR-ingar að hlið Valsmanna

Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson eru í toppbaráttu með …
Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sturla Ásgeirsson eru í toppbaráttu með ÍR. mbl.is/Kristinn

ÍR sigraði HK, 34:27,í 16. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olís-deildinni, í Austurbergi í kvöld. ÍR-ingar eru þar með jafnir Val að stigum á toppi deildarinnar eftir 16 umferðir og fara með 24 stig í vetrarfríið.

ÍR-ingar náðu fimm marka forystu fyrir hlé, 15:10, og voru sex til átta mörkum yfir allan síðari hálfleikinn.

HK er áfram langneðst með 4 stig, sex stigum á eftir Stjörnunni og átta stigum frá því að komast úr fallsæti. Það er því erfið brekka framundan hjá Kópavogsliðinu eftir áramótin.

Mörk ÍR: Björgvin Þór Hólmgeirsson 8, Jón Heiðar Gunnarsson 6, Sturla Ásgeirsson 5, Brynjar Steinarsson 4, Davíð Georgsson 3, Sigurjón Björnsson 3, Eggert Jóhannsson 2,Arnar Birkir Hálfdánsson 2, Ingi Rafn Róbertsson 1.

Mörk HK: Andri Þór Helgason 7, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Björn Þórsson Björnsson 3, Garðar Svansson 3, Guðni Már Kristinsson 3, Aron Gauti Óskarsson 2, Valdimar Sigurðsson 2, Leó Snær Pétursson 1, Bjarki Finnbogason 1.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

20.59 - Leik lokið í Austurbergi með öruggum sigri ÍR, 34:27.

20.51 - Staðan er 29:23 og fimm mínútur eftir. ÍR sem fyrr með sigurinn í hendi sér.

20.47 - HK nær ekki að brúa  bilið og staðan er 26:19 eftir 50 mínútna leik. Tíu mínútur eftir og sigur ÍR blasir við. Breiðhyltingar ná þá Valsmönnum á toppnum.

20.40 - ÍR er með örugga forystu eftir 44 mínútur, 24:16, en missir Arnar Birki Hálfdánsson af velli með rautt spjald.

20.32 - Bilið breikkar, ÍR virðist  búið að hrista botnliðið af sér. Staðan eftir 39 mínútur er 23:15 og HK tekur leikhlé.

20.25 - Mikið skorað á upphafsmínútum síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur er staðan 19:13, ÍR í hag.

20.09 - Flautað til hálfleiks í Austurbergi og þar hefur ÍR náð fimm marka forystu gegn HK, 15:10.

20.04 - Staðan eftir 25 mínútur er 11:8 fyrir ÍR sem tekur leikhlé.

19.59 - Staðan eftir 23 mínútur er 10:6 fyrir ÍR-inga, sem eru manni færri.

19.56 - Staðan eftir 20 mínútur er 8:5  fyrir ÍR.

19.51 - Staðan eftir 16 mínútur er 6:4 fyrir ÍR. HK missir Guðna Kristinsson af velli í 2 mínútur.

19.47 - Staðan eftir 13 mínútur er 5:3 fyrir ÍR og HK tekur leikhlé.

19.44 - Staðan eftir 10 mínútur er 4:3 fyrir heimamenn í ÍR.

19.38 - Staðan eftir 6 mínútur í Austurbergi er 2:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert