Jólafríið er það eina neikvæða

Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV.
Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV. Ljósmynd/Eva Björk

Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, sagði að það eina neikvæða eftir sigurinn á Valsmönnum í kvöld væri að nú væri komið jólafrí í handboltanum og ekki spilað aftur fyrr en í febrúar.

Eyjamenn hafa verið á góðum skriði síðustu vikur og unnu í kvöld sannfærandi sigur á toppliði Vals, 26:19, í Olís-deild karla.

Gunnar sagði við mbl.is að eftir mikla vinnu undanfarnar vikur hefði vörnin smollið vel saman í síðustu leikjum og hún væri að skila þessum stigum. Ekki væri  verra þegar markvarslan fylgdi í kjölfarið eins og í kvöld.

Hann verður ekki með liðinu í janúar vegna starfa sinna með landsliði Íslands á HM í Katar en sagði að sínir menn myndu eftir sem áður vinna mjög vel - þessi sigur væri góð hvatning til þess að gera enn betur og koma sterkir til leiks í febrúar.

Viðtalið í heild má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert