Safna kröftum og heilsu

Atli Hilmarsson þjálfari Akureyringa segir fríið í deildinni sem fram undan er mjög kærkomið en norðanliðið hefur þurft að glíma við mikil meiðsli. Atli sá sína menn tapa fyrir FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. 26:23.

„Við vorum klaufar í stöðunni 13:8 yfir. Við vorum þá að klikka úr dauðafærum og rétta boltann í hendurnar á þeim. FH gekk á lagið og skoraði sex mörk í röð. Við erum þunnskipaðir eins og allir sjá en það er engin afsökun. Ég var ánægður með strákana á lokakaflanum en því miður dugði það ekki til,“ sagði Atli við mbl.is en allt viðtalið má sjá á myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert