Sigurður tryggði dramatískan sigur

Harður slagur í Safamýrinni í kvöld.
Harður slagur í Safamýrinni í kvöld. mbl.is/Golli

Fram vann Stjörnuna með eins marks mun,  25:24, í Olís-deild karla í handknattleik í Framhúsinu í kvöld. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sigurmarkið af 12 metra færi 19 sekúndum fyrir leiksloka.

Stjarnan fékk síðustu sóknina og gat jafnað metin en línusending rataði ekki rétta leið og Framarar fögnuðu. Fram er þar með í áttunda sæti með 12 stig en Stjarnan í næst neðst sæti með 10 stig.

Stjarnan var tveimur mörkum yfir hálfleik, 13:11, eftir að hafa verið talsvert sterkara liðið lengst af hálfleiknum. Sóknarleikur Fram var í molum lengi vel og hreint með ólíkindum að Stjarnan náði ekki að nýta sér það til þess að ná mikið betri stöðu fyrir lok hálfleiksins.

Fram jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn í járnum lengst af. 

Tölfræði leiksins er hér að neðan en fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu.

Fram 25:24 Stjarnan opna loka
60. mín. Sigurður Örn Þorsteinsson (Fram) skoraði mark - af 12 metra færi - 19 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert