Án sigurs í 6 leikjum

Það gengur ekki sem skildi hjá Patreki Jóhannessyni og lærisveinum …
Það gengur ekki sem skildi hjá Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans hjá Haukum. mbl.is/Eva Björk

Þegar Olís-deildin fer í langt frí, vegna hátíðahalda landsmanna og HM í Katar, þá er hið sigursæla lið Hauka í talsverðum vandræðum. Haukar eru með 12 stig og aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Það sem verra er að Haukar hafa ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum. Liðið hefur tapað fjórum í röð en þar áður varð jafntefli í Hafnarfjarðarslag Hauka og FH. Síðasti sigur liðsins í deildinni kom gegn Fram hinn 13. nóvember.

Haukar töpuðu í gær á heimavelli fyrir Aftureldingu, 22:23, í leik sem var afar spennandi á lokakaflanum. Hafnfirðingar áttu svo sem ekki endilega skilið að tapa leiknum en ekki er spurt að því þegar Róbert mótastjóri HSÍ reiknar út stigasöfnun liðanna.

Nýliðar Aftureldingar seiglast hins vegar áfram og halda sér á meðal efstu liða. Liðið hefur fundið fyrir smá bakslagi að undanförnu eftir að hafa verið í efsta sæti deildarinnar lengi vel. Sigurinn í gær var því væntanlega kærkominn fyrir Mosfellinga sem voru án þjálfara síns, Einars Andra Einarssonar, sem var í leikbanni. Tveir fyrrverandi leikmenn Aftureldingar, Haukur Sigurvinsson og Hjörtur Örn Arnarson, héldu um stjórnartaumana.

Sjá allt um leikina í Olís-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert