Stemning sem minnti á úrslitaleikina í vor

Frá viðureign ÍBV og Vals.
Frá viðureign ÍBV og Vals. Árni Sæberg

Það sást strax á leik Eyjamanna í gærkvöld, þegar þeir tóku á móti toppliði Vals í Olís-deild karla í handknattleik í Vestmannaeyjum, að þeir ætluðu sér að ná í tvö stig. Sú varð raunin, leikurinn endaði 26:19 fyrir Eyjamenn og sigur þeirra var aldrei í teljandi hættu en staðan í hálfleik var 13:10.

Stemningin í Eyjum minnti mann á úrslitakeppnina í vor þegar Eyjamenn urðu svo eftirminnilega Íslandsmeistarar. Hvítu riddararnir fóru á kostum í stúkunni og slógu þeir hreinlega Valsmenn út af laginu.

Ég fullyrði það að Eyjamenn spiluðu betri vörn í leiknum heldur en þeir spiluðu í úrslitakeppninni í vor. Þeir fengu 19 mörk á sig gegn besta sóknarliði deildarinnar og 5 af þessum 19 mörkum komu á síðustu 5 mínútum leiksins en þá var bekkurinn hjá ÍBV kominn inn á.

Eyjamenn hafa nú unnið 5 leiki í röð í deild og bikar og virðist sem leikur þeirra sé kominn á rétt skrið eftir dapra byrjun á Íslandsmótinu.

Þrátt fyrir tapið í Eyjum verða Valsmenn efstir í hléinu sem verður tekið núna á Íslandsmótinu vegna HM í Katar.

Sjá allt um leikina í Olís-deildinni í íþróttblaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert