Ísland mætir Evrópumeisturunum

Karen Knútsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu drógust gegn …
Karen Knútsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu drógust gegn erfiðum andstæðingi í umspilsleikjum fyrir HM. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir Evrópumeisturum Svartfjallalands í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna sem haldið verður í Danmörku eftir eitt ár. Leikirnir var Svarfellinga fara fram í fyrri hluta júní og verður síðari viðureignin á Íslandi. 

Ísland var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í Búdapest í hádeginu. Vart er hægt að segja að íslenska landsliðið hafi verið heppið með andstæðing. Bót er þó í máli að síðari leikurinn verður í Laugardalshöllinni 13. eða 14. júní. 

Eftirfarandi þjóðir drógust saman:

Frakkland - Slóvenía

Þýskaland - Rússland

Serbía - Rúmenía

Holland - Tékkland

Úkraína - Pólland

Svartfjallaland - Ísland

Austurríki - Ungverjaland

Króatía - Svíþjóð

Noregur/Spánn - Slóvakía

Noregur og Spánn leika til úrslita á Evrópumeistaramótinu síðar í dag. Taplið þeirrar viðureignar mætir Slóvökum í umspilsleikjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert