Svíar unnu bronsið

Svíinn Jenny Ahlm fagnar sigri á Svartfellingum á EM og …
Svíinn Jenny Ahlm fagnar sigri á Svartfellingum á EM og um leið bronsverðlaunum á mótinu. AFP

Sænska landsliðið vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna í Budapest í dag. Liðið vann landslið Svartfjallalands, ríkjandi Evrópumeistara, 25:23, í leiknum um bronsið. 

Svartfellingar voru marki yfir í hálfleik, 12:11. Sænska liðið var hinsvegar sterkara í síðari hálfleik. Það byrjaði hálfleikinn af miklum krafti og komst í 17:14, og hélt yfirhöndinni eftir það og stóðst hvert áhlaup Svartfellinga á lokasprettinum. 

Isabelle Gullden skoraði sjö mörk fyrir Svía og átti enn einn stórleikina á mótinu. Ida Oden kom næst með sex mörk.  Johanna Budsen fór á kostum í sænska markinu og varð 41% þeirra skota sem á markið kom, mörg úr opnum færum.

Katarina Bulatovic skoraði átta sinnum fyrir svartfellska liðið. Marija Jovanovic og Jovanka Radecevic skoruðu fjögur mörk hvor. Marina Rajcic, markvörður, átti einnig góðan leik og var með 40% markvörslu. 

Síðdegis mætast norska og spænska landsliðið í úrslitaleik mótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert