Appelgren í mark Löwen

Niklas Landin er á förum frá Löwen til Kiel eftir …
Niklas Landin er á förum frá Löwen til Kiel eftir þetta tímabil. mbl.is/Eva Björk

Það verður Svíinn Mikael Appelgren sem fær það hlutverk að leysa Danann Niklas Landin af hólmi sem markvörður þýska handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen að þessu tímabili loknu.

Landin, sem er einn  besti markvörður heims, hefur fyrir nokkru síðan samið við erkifjendurna í meistaraliði Kiel um að ganga til liðs  við félagið næsta sumar.

Appelgren er 25 ára gamall og ver mark Melsungen um þessar mundir. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Löwen og verður því hjá félaginu til ársins 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert