Dagur velur æfingahópinn fyrir HM

Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands.
Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands. AFP

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur valið 19 leikmenn til æfinga fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar. Æfingar hefjast um áramótin en fyrstu leikir þýska liðsins á nýju ári verða við íslenska landsliðið í Laugardalshöll 4. og 5. janúar. 

Athygli vekur að Michael Kraus er ekki valinn í æfingahópinn en hann var 28 manna hópnum sem Dagur valdi fyrir skömmu en úr þeim hópi hefur hann nú valið leikmennina 19. Kraus var í sigurliði HM fyrir sjö árum og gaf á ný kost á sér í þýska landsliðið í vor þegar það lék við Pólverja um keppnisrétt á HM. Þá hafði hann hundsað landsliðið um nokkurt skeið en var einnig fjarri keppni um skeið eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Markverðir: Carsten Lichtlein (VfL Gummersbach), Silvio Heinevetter (Füchse Berlin), Andreas Wolff (HSG Wetzlar).

Vinstra horn: Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen), Matthias Musche (SC Magdeburg)

Skyttur vinstra megin: Paul Drux (Füchse Berlin), Finn Lemke (TBV Lemgo), Stefan Kneer (Rhein-Neckar Löwen).

Miðjumenn: Martin Strobel (HBW Balingen-Weilstetten), Tim Kneule (Frisch Auf Göppingen).

Skyttur hægra megin: Steffen Weinhold (THW Kiel), Michael Müller (MT Melsungen), Jens Schöngarth (TuS N-Lübbecke).

Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Johannes Sellin (MT Melsungen).

Línumenn: Patrick Wiencek (THW Kiel), Hendrik Pekeler (TBV Lemgo), Erik Schmidt (TSG Ludwigshafen-Friesenheim), Jacob Heinl (SG Flensburg-Handewitt).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert