Eitt stórt ævintýri frá fyrsta degi fram til þess síðasta

Þórir Hergeirsson í úrslitaleiknum í gær
Þórir Hergeirsson í úrslitaleiknum í gær AFP

„Sigurinn að þessu sinni er miklu meira afrek en sigur okkar á EM fyrir fjórum árum. Þá vorum við með mikið reyndari leikmenn sem reiknað var með að myndu berjast um verðlaun. Nú vorum við með óreyndara lið og áttum ekki fyrirfram von á að vera í verðlaunabaráttu,“ sagði Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna, þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir verðlaunaafhendingu í lok Evrópumeistaramótsins í handknattleik kvenna í Búdapest. Norska landsliðið vann spænska landsliðið í úrslitaleik EM, 28:25.

„Satt að segja þá átti ég ekki von á að við myndum vinna. Ég vissi að við gætum staðið í öllum liðum á góðum degi en að okkur lánaðist að vinna andstæðinga okkar í öllum leikjunum sem skiptu máli fór fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði Þórir ennfremur en norska landsliðið vann sjö leiki af átta á mótinu. Eina tapið var gegn Ungverjalandi í leik sem skipti norska landsliðið engu máli þar sem það hafði þá þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins.

Ítarlega er fjallað um sigur Noregs og nánar rætt við Þóri í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert