„Nei, í alvörunni?“

Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Nei, í alvörunni?,“ voru fyrstu viðbrögð Karenar Knútsdóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins í handknattleik, þegar henni voru færð þau tíðindi að íslenska landsliðið hefði dregist gegn landsliði Svartfjallalands í umspilsleikjum tveimur í vor um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem haldið verður í Danmörk frá 5. til 20. desember á næsta ári.

Dregið var í hádeginu í gær í Búdapest. Leikirnir við Svartfellinga fara fram helgina 6. og 7. júní og 13. og 14. júní. Kosturinn fyrir íslenska landsliðið er sá að það á síðari leikinn á heimavelli.

„Við höfum unnið Svartfellinga einu sinni, á heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir þremur árum,“ sagði Karen og vitnar til upphafsleiks Íslands og Svarfjallalands á HM í Brasilíu 2011, 22:21, þegar hún hafði aðeins jafnað sig á tíðindunum. „En ári síðar töpuðum við með tíu marka mun fyrir þeim á EM 2012 í Serbíu.

Nánar er fjallað um málið í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert