Arnór Þór markahæsti Íslendingurinn

Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki.
Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki. Ljósmynd/bhc06.de

Austurríkismenn eiga tvo markahæstu leikmennina í þýsku Bundesligunni í handknattleik.

Robert Weber lærisveinn Geirs Sveinsson hjá Magdeburg er markahæstur í deildinni með 150 mörk. Raul Santos, Gummersbach, kemur næstur með 141 mark og í þriðja sætinu er Lars Lehnoff, Hannover-Burgdorf, sem hefur skorað 129 mörk.

Enginn Íslendingur er á meðal 15 markahæstu leikmanna í deildinni en markahæstur íslensku leikmannanna í deildinni er Arnór Þór Gunnarsson hornamaðurinn knái hjá Bergischer sem hefur skorað 86 mörk og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen, kemur næstur á eftir Arnóri Þór með 73 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert