Alsír vann en Egyptar steinlágu

Lusail-höllin í Doha var tekin formlega í notkun í dag.
Lusail-höllin í Doha var tekin formlega í notkun í dag.

Alsírbúar og Egyptar, tveir af andstæðingum Íslendinga í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Katar í janúar, spiluðu vináttulandsleiki í dag og áttu ólíku gengi að fagna.

Alsírbúar sigruðu Sádi-Araba örugglega, 27:19, en Slóvenar gjörsigruðu hinsvegar Egypta, 34:20, eftir 17:10 í hálleik. Báðir leikirnir fóru fram í Celje í Slóveníu.

Katarbúar sýndu styrk sinn og lögðu Serba að velli, 27:26, en Katar teflir fram öflugu landsliði eftir að hafa fengið nokkra Evrópubúa í sínar raðir á síðustu árum. Um 8.000 manns sáu leik liðanna í Doha en þetta var opnnarleikur nýrrar og glæsilegrar hallar, Lusail-hallarinnar. Hún rúmar 15.300 áhorfendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert