Valsmenn með deildabikarinn

Valsliðið eftir sigurinn á Aftureldingu í dag.
Valsliðið eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Valsmenn urðu deildabikarmeistarar karla í handknattleik í dag eins og áður hefur komið fram eftir ævintýralegan úrslitaleik gegn Aftureldingu þar sem tvær framlengingar og vítakastkeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Hér eru Valsmenn sigurreifir í leikslok en þeir unnu deildabikarinn í fyrsta skipti í sögunni. Um hann var spilað í tíunda sinn um helgina. Haukar hafa unnið fjórum sinnum, FH tvisvar, Fram tvisvar, HK og Valur einu sinni hvort félag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert