Kristján fór fyrir Fjölnismönnum

Kristján Örn Kristjánsson skoraði tíu mörk í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði tíu mörk í kvöld. mbl.is/Golli

Fjölnismenn jöfnuðu Selfoss að stigum í þriðja sæti 1. deilar karla í handknattleik í kvöld eftir sigur á ÍF Mílu á útivelli, 31:25.

Fjölnismenn höfðu fjögurra marka forskot í hálfleik, 17:13, en bættu í eftir hlé og uppskáru sex marka sigur. Kristján Örn Kristjánsson fór fyrir Fjölni og skoraði tíu mörk, en hjá Mílunni var Örn Þrastarson markahæstur með sjö mörk.

Fjölnir hefur nú nítján stig líkt og Selfoss í þriðja til fjórða sæti deildarinnar en Mílan er enn í næstneðsta sæti með fimm stig.

Mörk Mílunnar: Örn Þrastarson 7, Atli Kristinsson 5, Árni Felix Gíslason 3, Ársæll Einar Ársælsson 3, Ívar Grétarsson 2, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2, Rúnar Hjálmarsson 1, Ástgeir Rúnar Sigmarsson 1, Magnús Már Magnússon 1.
Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 10, Bergur Snorrason 4, Arnar Ingi Guðmundsson 4, Breki Dagsson 4, Sigurður Guðjónsson 3, Brynjar Loftsson 3, Bjarki Lárusson 2, Sveinn Þorgeirsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert