Hannes Jón tekur við West Wien

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/thsv-eisenach.de

Hannes Jón Jónsson, handknattleiksmaður hjá Eisenach í Þýskalandi, verður næsti þjálfari austurríska félagsins West Wien.

Hann tekur við liðinu í sumar af Erlingi Richardssyni sem þá flytur til Þýskalands til að taka við Füchse Berlín af Degi Sigurðssyni.

Hannes Jón staðfesti þetta við mbl.is fyrir stundu og kvaðst reikna með því að spila líka með liðinu, allavega fyrst í stað. Hannes verður 35 ára í næsta mánuði en hann hefur leikið erlendis um árabil, í Danmörku og Noregi fyrstu árin en í Þýskalandi frá 2008, með Burgdorf og síðan Eisenach frá 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert