Serbnesk skytta til Stjörnunnar

Rétthenta skyttan Mílos Ivosevic kemur til Stjörnunnar á morgun og …
Rétthenta skyttan Mílos Ivosevic kemur til Stjörnunnar á morgun og á að styrkja liðið í átökunum sem framundan eru í Olís-deildinni.

Serbneska skyttan Mílos Ivosevic kemur til landsins á morgun og ætlar að leika með Stjörnunni í Olís-deild karla það sem eftir lifir leiktíðar. Ivosevic hefur þegar fengið atvinnuleyfi hér á landi og því fátt til fyrirstöðu að hann taki til óspilltra málanna með Stjörnunni þegar keppni hefst í Olís-deildinni snemma í febrúar.

Ivosevic er 26 ára gamall og leikur í stöðu skyttu vinstra megin á leikvellinum.  Hann er 203 sentímetrar og 105 kg. Ivosevic var síðast á mála hjá Partizan Belgrad í Serbíu.

Stjarnan er í níunda og næst neðsta sæti Olís-deildarinnar með 10 stig eftir 16 leiki, aðeins tveimur stigum á eftir Fram og Haukum sem er í næstu sætum fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert