Grótta í úrslitin

Grótta og ÍBV eigast við í Laugardalshöll.
Grótta og ÍBV eigast við í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn

Það verða Grótta og Valur sem leika til úrslita í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, á laugardag. Grótta lagaði ÍBV 34:28 í síðari undanúrslitaleiknum.  Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Grótta hafði undirtökin í síðari hálfleik og náði fínni forystu en Eyjaliðið gafst ekki upp og gat minnkað muinn í tvö mörk seint í hálfleliknum en nær komust þær ekki og Grótta fagnaði sigri.

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 6/2, Elín Anna Baldursdóttir 6/4, Telma Silva Amado 5, Vera Lopes 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Drífa Þorvalsdsdóttir 1/1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 8/1, Erla Rós Sigmarsdóttir 2.
Utan vallar: 4 mínútur

Mörk Grótta: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 10/1, Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 4, Arndís María Erlingsdóttir 4, Anett Köbli 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 1, Íris Björk Símonardóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 13.
Utan vallar: 8 mínútur

ÍBV 28:34 Grótta opna loka
60. mín. Anett Köbli (Grótta) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert