Stoltur af baráttu míns liðs

„Stelpurnar sýndu mikinn karekter að komast aftur inn í leikinn og gleðin hjá þeim sást alveg. Ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV eftir tapið gegn Gróttu í kvöld í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik í Laugardalshöllinni.

Hann sagði undirbúninginn ekki hafa verið eins og best hefði verið á kosið því liðið kom keyrandi yfir Hellisheiðina og þau voru í síðustu bílunum sem komust yfir áður en heiðinni var lokað og tók ferðin yfir um eina og hálfa klukkustund. 

„Uppleggið var að leika 6-0 og vera fastar fyrir og það tókst ágætlega. Við ætluðum líka að halda hraðanum niðri, en það tókst ekki alveg eins vel,“ sagði þjálfarinn en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert