Fjölnir sendir lið til leiks í efstu deild

Frá undirrituninni í gærkvöldi.
Frá undirrituninni í gærkvöldi. Ljósmynd/Ingvar Örn Ákason

Í gærkvöldi var formlega gengið frá því að handknattleiksdeild Fjölnis mun senda lið til keppni í Olís-deild kvenna næsta vetur.

Fyrir skemmstu var gefin út viljayfirlýsing með stuðningi allra foreldra og núverandi leikmannahóps og nú var enn eitt skrefið tekið í átt að þessu merkilega verkefni.

Undirritaðir voru samningar við verðandi leikmenn, allir til þriggja ára, og ljóst að ekki er tjaldað til einnar nætur í Grafarvoginum. Þá voru einnig undirritaðir samningar við framtíðarleikmenn liðsins allt niður í fjórða flokk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert