Dramatískur bikarsigur FH á Val

Ísak Rafnsson fagnar sigri en hann skoraði 11 mörk og …
Ísak Rafnsson fagnar sigri en hann skoraði 11 mörk og knúði tvívegis fram framlengingu fyrir FH. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

FH vann Val 44:40 eftir tvíframlengdan leik í undanúrslitunum í bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola bikarnum, í Laugardalshöllinni klukkan 17.15. Leikurinn var gífurlega spennandi og stútfullur af dramatík. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ísak Rafnsson var hetja FH því hann hélt lífinu í bikarvonum FH í orðsins fyllstu merkinu. Ekki einu sinni, heldur tvívegis, jafnaði hann metin á síðustu sekúndu og knúði fram framlengingu. Undir lok venjulegs leiktíma jafnaði Ísak 32:32. Valsmenn köstuðu nánast frá sér unnum leik á lokamínútum venjulegs leiktíma en þeir voru yfir 30:26. 

Ísak jafnaði aftur á lokasekúndu fyrri framlengingar 38:38 en alls skoraði hann 11 mörk á 80 mínútum. Ísak var ekki mjög atkvæðamikill í venjulegum leiktíma en átti sviðið í framlengingunni. 

Tveir leikmenn fengu rautt spjald í leiknum. Andri Berg Haraldsson hjá FH í venjulegum leiktíma og það gæti haft áhrif á þátttöku hans í úrslitaleiknum á morgun. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason rautt hjá Val fyrir seinni framlengingu. 

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur á vellinum með 14 mörk fyrir FH og Ísak gerði 11. Hjá Val skoraði Geir Guðmundsson 10 mörk. 

Geir Guðmundsson á ferðinni í Höllinni í dag.
Geir Guðmundsson á ferðinni í Höllinni í dag. mbl.is/Kristinn
Magnús Óli Magnússon sækir að marki Vals.
Magnús Óli Magnússon sækir að marki Vals. mbl.is/Kristinn
Valur 40:44 FH opna loka
80. mín. Halldór Ingi Jónasson (FH) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert