Grótta bikarmeistari eftir stóran sigur

Grótta hreinlega kjöldró Val í úrslitum Coca Cola bikarkeppninnar í handknattleik kvenna í Laugardalshöll í dag með 15 marka mun, 29:14 eftir að hafa verið 15:7, yfir í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna var um algjör einstefnu þar sem bikarmeistarar þriggja síðustu ára máttu sín lítils gegn Gróttuliðinu sem fagnaði sigri í bikarkeppninni í fyrsta sinn.

Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu Gróttu sem tók öll völd á leikvellinum. Vörnin var frábær og stóðu leikmenn Vals ráðalausir gegn henni hvað eftir annað auk þess sem Íris Björk Símonardóttir var frábær í markinu. Eftir 20 mínútur hafði Valur tekið leikhlé í tvígang en ekkert gekk.

Hraðinn í sóknarleik Gróttu var meira en Valsvörnin réði við og vörn Seltirninga var frábær. Hefði  ekki Berglind Íris Hansdóttir átta góðan leik í markinu hefði munurnn verið enn en átta mörk í hálfleik, 15:8.

Í seinni hálfleik má segja að það litið gerst annað en hlutirnir versnuðu frekar en hitt fyrir Valsliðið. Munurinn jókst og um tíma var um hreina einstefnu að ræða þar sem leikurinn var enn vandræðalegri fyrir Valsliðið en í þeim fyrri. Yfirburðirnar voru gríðarlegir og Valsliðið var eins byrjendur á köflum og átti í vandræðum meða koma boltanum á milli sín. Yfirburðirnir voru algjörir og Seltirningar gátu byrjað að fagna löngu fyrir leikslok.

Eins og fyrr segir var það frábær varnarleikur og markvarsla sem lagði grunninn að stórsigri Gróttu. Valsliðið átti sér aldrei viðreisnar von. Bikarinn fer því verðskuldað á Seltjarnarnes í fyrsta sinn.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Valur 14:29 Grótta opna loka
60. mín. Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Grótta) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert