Þurfum að fara að safna stigum

„Þetta féll ekki með okkur í dag, en mér fannst þetta betra hjá okkur en verið hefur að undanförnu, betri andi og meiri gleði,“ sagði Stefán Baldvin Stefánsson hornamaður Fram eftir tapið fyrir Akureyri í dag, 24:26, í Olís-deild karla í handknattleik.

„Við þurfum að fá fleiri mörk. Við höfum bara fengið eitt stig eftir áramótin og þetta fer að verða erfitt ef við förum ekki að fá einhver stig. Við þurfum að fara að safna stigum,“ sagði Stefán sem var markahæstur Framara með 9 mörk, flest úr hraðaupphlaupum, enda eldfljótur að skjóta sér upp kantinn.

Viðtalið í heild má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert