Ólafur Stefánsson tekur fram skóna

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Golli

Ólafur Stefánsson hefur tekið tilboði danska meistaraliðsins KIF Kolding um að hefja æfingar með því, en þar er Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, við stjórnvölinn eins og kunnugt er.

Ólafur staðfesti þetta við mbl.is rétt í þessu.

Hann er 41 árs gamall og lagði skóna á hilluna sumarið 2013, eftir að hafa leikið síðustu mánuðina á ferlinum í Katar, en tók svo við þjálfun Valsmanna og stýrði þeim á síðasta keppnistímabili. Hann tók sér hinsvegar frí frá þjálfuninni vegna annarra starfa rétt áður en Íslandsmótið hófst í haust.

Ólafur á að leysa sænsku stórskyttuna Kim Andersson af hólmi þegar Kolding mætir Zagreb í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Svíinn getur ekki spilað leikina vegna meiðsla.

Viðtal við Ólaf.

Ólafur Stefánsson í kveðjulandsleiknum á móti Rúmeníu en síðan þá …
Ólafur Stefánsson í kveðjulandsleiknum á móti Rúmeníu en síðan þá hefur Ólafur ekki spilað „alvöru“ leik. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert