Af heilindum og heimadómgæslu

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur með meiru …
Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur með meiru ásamt Jóni Daða Böðvarssyni mbl.is/Ómar

Reglulega er rætt um heilindi dómara, einkum og sér í lagi í handbolta. Síðast fór umræðan af stað meðan á HM í Katar stóð fyrr á árinu og ekki að undra, satt best að segja.

Heimadómgæsla er einkennilegt orð, en heyrist oft þegar minnst er á þessa skemmtilegu íþrótt og hefur gert í áratugi. Þess konar frammistaða flautuleikaranna þótti í eina tíð allt að því eðlileg í Evrópukeppni, þótt sorglegt væri; að minnsta kosti bjuggust menn gjarnan við slíkum trakteringum. Íslensk lið þóttust oft illa svikin á erlendri grundu og voru án efa. Hugsanlega hefur útlendingum þótt það sama hér.

Fróðlegt var að hlýða á Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Stöð 2, í þætti um íslensk handboltalið í sjónvarpinu á dögunum þar sem rifjaður var upp leikur Vals og Atletico Madrid frá Spáni í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða 1980, sá hinn sami og ég nefndi á þessum vettvangi fyrir viku.

„Það voru fyrst og síðast dómararnir, Broman og Blademo, sem komu Val áfram í úrslitaleikinn.“

Þetta sagði ekki bara einhver Guðjón úti í bæ heldur Guðjón Guðmundsson, einn helsti handboltafræðingur Íslands.

Sjá allan pistil Skapta í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert