Engin slit í aðsigi nyrðra

Atli Hilmarsson og Sævar Árnason þjálfarar Akureyrarliðsins.
Atli Hilmarsson og Sævar Árnason þjálfarar Akureyrarliðsins. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Hannes Karlsson, formaður Akureyrar handboltafélags, segir ekkert hæft í að til standi að slíta samstarfi KA og Þórs um sameiginlegan rekstur handboltafélagsins en orðrómur hefur verið um hugsanleg slit.

„Það var síðast fundur hjá okkur í gær og þar lék allt í lyndi,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið og bætti við: „Enda væri engin skynsemi í að slíta samstarfinu.“

Spurður hvort til stæði að flytja heimaleik Akureyrar úr íþróttahöllinni yfir í KA-heimili sagði Hannes: „Það er til skoðunar eins og allt í rekstrinum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert